fbpx

Hestaferðir

Reiðtúr með Skorrahestum er einstök upplifun þar sem sögur, náttúra, fallegir hestar og góður félagsskapur er samtvinnað í eitt undir leiðsögn heimaalins leiðsögumanns. Sumarið 2020 bjóðum við uppá 1klst og 2 klst reiðtúra á fjölbreyttum reiðleiðum í austfirskri náttúru. Reiðleiðirnar eru ýmist inn til dala eða út til sjávar. Riðið er meðfram Norðfjarðará, annarri tveggja stórbleikjuáa Íslands. Ef áin er fær, þá er oft farið yfir hana uppí kjarrivaxið staðarhálsinn og á heimleiðinni gefst betra tækifæri til þess að láta tölta meira á góðum reiðvegi meðfram þjóðveginum. 

Allir okkar hestar eru hluti af Skorrastaðarfjölskyldunni á þann hátt að okkur þykir vænt um þá, og mikil umhyggja er fyrir því að þeim sé ekki ofboðið. Leiðsögumennirnir okkar eru fæddir og uppaldir á Skorrastað og fróðir um alla staðhætti, fornar og nýjar sögur, mannlífið og náttúruna. 

Í lok ferðar er boðið uppá pönnukökukaffi að hætti heimamanna og þar gefst góður tími til að spjalla og njóta samvistanna. Hópastærð er haldið í lágmarki til þess að allir fái sem best notið. Reiðtúrarnir eru á sama tíma og 2 klst gönguferðir, þannig að ef einhver í hópnum kýs að ganga í stað reiðtúrs þá er hægt að koma því við og hittast svo saman í kaffinu. 

Stutt hestaferð 1

Dagsetningar
15. Maí – 30. September 2020

Upphaf og endir
12:30-14:30
15:30-17:30

Reiðtími
1 klukkustund (13:00-14:00, 16:00-17:00)

Innifalið
Leiðsagður reiðtúr, hjálmur, regnföt og hliðartöskur

Verð
ISK 8.500 per persónu

Fyrir stærri hópa (4+):
Vinsamlegast hafið samband í skilaboðum

Bóka ferð

Loading...

Stutt hestaferð 2

Dagsetning
15. Maí – 30. September 2020

Upphaf og endir
12:30-16:30

RReiðtími
2 klukkustundir (13:00-15:00)

Innifalið
Leiðsagður reiðtúr, hjálmur, regnföt, hliðartaska, íslenskar pönnukökur og kaffi.

Verð
ISK 19.500 per persóna

Fyrir stærri hópa (4+):
Vinsamlegast hafið samband í skilaboðum 

Bóka ferð

Loading...

Ertu með spurningar? 

Ekki hika við að senda okkur línu.

11 + 5 =